Um Okkur

Eignar er öflugur fasteignavettvangur sem nýtir nýjustu tækni á sviði gervigreindar til að veita hlutlaust og nákvæmt verðmat á tiltekinni fasteign.

Verðmatsskýrsla Eignars inniheldur verðmat, markaðsgreiningu og samanburðargögn sem styðja þig við að taka upplýsta ákvörðun – hvort sem þú ert að kaupa, selja eða meta eign.

Notast er við rauntíma sölugögn, eignaupplýsingar og markaðsþróun til að framkalla greiningar sem veita verðmæta innsýn fyrir seljendur, kaupendur og aðra sem vilja fylgjast grannt með fasteignamarkaðnum.

Gagnavinnsla Eignar byggir á gervigreind sem þjálfuð er á íslenskum fasteignagögnum og styðst við verðmatsaðferðir sem notaðar eru af löggiltum fasteignasölum hér á landi.

Við leggjum ríka áherslu á gagnsæi og aðgengi að gögnum til að styrkja stöðu notenda á fasteignamarkaði. Með Eignari hefurðu betri yfirsýn og skýrari forsendur til ákvarðanatöku.