Um Eignar

Eignar er öflugur fasteignavettvangur sem nýtir nýjustu tækni á sviði gervigreindar til að veita hlutlaust og nákvæmt verðmat á tiltekinni fasteign.

Markmið okkar er að gera fasteignamarkaðinn heilbrigðari, gagnsærri og aðgengilegri fyrir alla.

Þjónusta Eignars

Verðmatsskýrsla Eignars

Verðmatsskýrsla Eignars inniheldur verðmat, markaðsgreiningu og samanburðargögn sem styðja þig við að taka upplýsta ákvörðun, hvort sem þú ert að kaupa, selja eða meta eign.

Notast er við rauntíma sölugögn, eignaupplýsingar og markaðsþróun til að framkvæma greiningar sem veita verðmæta innsýn fyrir seljendur, kaupendur og aðra sem vilja fylgjast grannt með fasteignamarkaðnum.

Söluyfirlitsgreinir Eignars

Söluyfirlitsgreinir Eignars les og greinir söluyfirlit. Hann dregur fram lykilatriði, bendir á áhættuþætti og metur mögulega viðhaldsþörf.

Tólið notar rauntímagögn til að sannreyna upplýsingar, greina rauð flögg og benda á það sem vantar eða krefst nánari skoðunar.

Gervigreind þjálfuð á íslenskum gögnum

Greiningartól Eignars fyrir verðmat og söluyfirlit byggir á gervigreind sem hefur verið þjálfuð á íslenskum fasteignagögnum.

Við leggjum ríka áherslu á gagnsæi og aðgengi að gögnum til að styrkja stöðu notenda á fasteignamarkaði. Með Eignari hefurðu betri yfirsýn og skýrari forsendur til ákvarðanatöku.

🚀

Hvernig byrja ég?

Það er einfalt að byrja að nýta þjónustu Eignars

📊

Verðmatsskýrsla

1

Farðu á forsíðu Eignars, sláðu inn heimilisfang eða fastanúmer í leitarreitinn og veldu rétta eign.

2

Smelltu á Kaupa skýrslu hnappinn efst á eignarsíðunni til að fá nákvæmt verðmat og ítarlega markaðsgreiningu.

Verðmatsskýrsla dæmi
🎯

Söluyfirlitsgreinir

1

Farðu á forsíðu Eignars, síðuna og hladdu upp PDF skjali af söluyfirliti fasteignar sem þú fékst frá fasteignasala.

2

Gervigreind Eignars greinir skjalið og gefur þér ítarlega skýrslu með upplýsingum um galla, endurbætur, fastakostnað og mögulega áhættuþætti sem greina má út frá gögnunum á söluyfirlitinu.

Söluyfirlitsgreinir dæmi

Tilbúin(n) að byrja?

Byrjaðu að taka gagnadrifnar ákvarðanir í fasteignaviðskiptum í dag.